CAPITAL OG CAPITAL

Já áfram Capital, nú eru eignir þeirra vesalinganna ekki metnar nema á 9-13 milljarða. Spáið aðeins í þessa fjóra milljarða sem eru þarna á reiki, hvernig er hægt að vera ekki viss um 4000 milljóna eign, ja ekki yrði ég í vandræðum þótt ég ætti ekki nema 100 milljónir, en það er nú bara aumingja ég sem er svona glær að vanda.  Nú er staðan sú að einhver verður að ríða á vaðið, það þarf að drífa sig að færa skuldirnar eitthvað annað þar sem litli maðurinn getur borgað þær þegjandi og hljóðalaust að vanda, svo koma allir hinir glæpahundarnir á eftir.  Ég vil setja lögbann á allt kennitöluflakk, ég vil að þeir sem safna auð með augun rauð á meðan hina brauðið vantar séu gerðir ábyrgir á sjáflum sér og gerðum sínum og fái ekki að koma nálægt rekstri í fimm ár eftir gjaldþrot.  Því bíðum bara og sjáum hvað er í gangi hjá Askar núna jú Saga tekur sennilega yfir reksturinn en hvað verður um skuldirnar ? oj bara það líður varla sá dagur sem við fáum ekki svona skít upp á borðið.
mbl.is Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Örlög fyrirtækisins hljóta nú að vera í höndum kröfuhafa, þar á meðal margra sem eru fyrrverandi lánþegar og eiga nú kröfur vegna ofgreiðslu. Ég er búinn að vera að reyna að vara fólk við því lengi að svona muni fara, því nú er hætta á að heimturnar verði rýrar og jafnvel engar.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Nákvæmlega Guðmundur.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.7.2010 kl. 16:49

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guðmundur og Inga þetta var ég líka búin að vara við að bankakerfið væri að fara á hausinn! Við eigum í stríði við mafíu sem er fjórflokkurinn með valið í flestar stöður glæpamenn og þjófa! við verðum að uppræta þetta eins fljótt og unnt er.

Sigurður Haraldsson, 14.7.2010 kl. 00:11

4 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

Já en sjáðu Inga, það munar talsverðu á 23 milljörðum og 9 milljörðum. Og það á aðeins rúmum mánuði !!

Það á að gera menn ábyrga fyrir svona rugli. Sammála að það eigi að banna þeim að koma nálægt rekstri í a.m.k. 5 ár.

Skuldirnar dúkka upp í öðrum fyrirtækjum sem verða stofnuð næstu mánuði með þessar kröfur m.a. sem þau fá fyrir slikk frá slitastjórnunum.

Hafþór Baldvinsson, 14.7.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband