FOR YOUR EYES ONLY !

Rosalega er vond lykt af þessu öllu saman.  Nokkrar spurningar sem ég hef verið að velta fyrir mér en er ómögulegt að svara .

Hvernig stendur á því að forstjori Iceland hafði ekki hugmynd um þessar 202 millj. punda fyrst þegar hann var spurður um þær? 

Ætli það sé lenska í bresku viðskiptalífi að safna peningum upp á milljónir punda til geymslu á reikningum sem eru merktir öðrum en fyrirtækinu sjálfu ?

Er Icelandic food svo vel statt fjárhagslega að það þurfi ekki milljónirnar sínar í veltuna?

Hvers vegna svona leyndó hjá Jóni Ásgeiri?

Ætli Jón Ásgeir hafi mútað forstjóranum fyrir framburð hans? 

Er þetta allt saman PAKK upp til hópa?

 


mbl.is Milljarðar í eigu Iceland Foods
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Róbertsson

Já það eru margar spurningar, og svörin líka. Hverjum getum við treyst ???? Ætli slitastjórnin geti ekki fengið að skoða ferli peningana ? Mér skilst að Iceland sé að stæðstum hluta í eigu Íslenska ríkisins.

Baldur Már Róbertsson, 14.7.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já mikið rétt Baldur, ég myndi segja að engum væri treystandi ef ég ætti að svara þeirri spurningu.  Ég veit hins vegar ekki hvað slitastjórnin hefur sterk ítök inn í breska banka til að geta fengið uppl. á þeim bænum. Hins vegar finnast mér laun þeirra stjórnarmanna helv. há svo ekki sé meira sagt.  Hvað ríkið á mikið í Iceland keðjunni veit ég ekki.  Sjálfsagt búið að gefa kröfuhöfunum margumtöluðu sinn hlut í keðjunni svona gratis ? Yrði ekki hissa .

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 14.7.2010 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband