Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

600 kr. á dag.

Já 400 milljónir, það hljómar ríflega þegar heildartalan er nefnd en hvernig virkar það þegar launin hækka um 25.000 kr. á mán. hjá hjúkrunarfræðingunum? Ætli sé nokkur erfitt að sjá að helmingurinn er tekinn beint í skatt og fer aftur í vasa ríkisins og hinn helmingurinn telur um 3000 kr. á viku sem eru heilar 600 kr. í launahækkun á dag miðað við fimm daga vinnuviku. Ef hjúkrunarfræðingum finnast þetta launahækkanir sem eru ásættanlegar miðað við launin sem þeim bjóðast í Noregi t.d þá eru þeir mjög nægjusamir að mínu mati og allar þessar uppsagnir þeirra dulbúnar að vanda. 
mbl.is „Hærri tala en ég hef heyrt áður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband