Byr sendir óbreytta greiðsluseðla !

Viðskiptavinir Byrs sem eru með erlend lán fá senda óbreytta greiðsluseðla um mánaðamótin, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar í síðustu viku. Samkvæmt svörum Byrs er þetta  gert þar sem Byr bauð aðeins húsnæðislán í erlendri mynt og telur bankinn sig því ekki í sömu stöðu og þau fyrirtæki sem buðu erlend bílalán. ( mbl.is )

Hvaða bull er þetta ! Er furða þótt kerfið riði til falls þegar æðstu stjórnendur sparisjóðs eins og Byrs geta ekki túlkað dóm Hæstaréttar betur en þetta. Hvaða munur er á húsnæðisláni og bílaláni í erlendri mynt? Þetta er svo sem ekkert sem kemur á óvart , Byr bara fyrstir til að kasta sprengjunni. Ég vil láta draga þessa aðila fyrir dóm þar sem kærumálið snýst um vanvirðingu við Hæstarétt og einbeyttan brotavilja.

Þvílíkar útskýringar mér verður bara óglatt.

Þetta var skammur tími sem var til stefnu og það er ákveðin óvissa sem ríkir. Ef niðurstaðan verður sú að öll erlend lán verða úrskurður ólögleg þá auðvitað leiðréttum við þau," segir Trausti Haraldsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Byrs. „Meginskýringin er sú að við höfum aldrei boðið upp á bílalán í erlendri mynt, ef við hefðum verið að veita slík lán þá hefðum við auðvitað brugðist við eins og önnur fyrirtæki."mbl.is,,

Það er akkúrat engin óvissa  Hæstiréttur hefur dæmt ÖLL GENGISTRYGGÐ LÁN ÓLÖGMÆT...

Allir viðskiptavinir Byrs með erlend lán fengu sent bréf nú í vikunni þar sem greint er frá því að ekki gefist ráðrúm til að bregðast við dómum Hæstaréttar fyrir þessi mánaðamót. Þar eru lántakendur jafnframt hvattir til að huga vel að réttindum sínum og hagsmunum áður en þeir ákveði hvort og hvernig þeir greiði afborganir af lánunum. „Vanskil verða ávallt til tjóns og hafa í för með sér aukinn kostnað og óþægindi," segir í bréfinu.

Að hugsa sér , þeir hóta viðskiptavinum sínum ef þeir ekki greiði möglunarlaust.  Segið mér eitt bloggarar hvað finnst ykkur um þessa gjörninga?

Hvað á að gera við þá sem sannanlega brjóta lögin og eru haldnir einbeittum brotavilja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Soffía Gísladóttir

Meiri dónarnir - að þeir skuli dirfast að hóta fólki kostnaði og óþægindum!

Guðrún Soffía Gísladóttir, 27.6.2010 kl. 19:31

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það fer eftir því hvort þú ert hvítflibbi.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.6.2010 kl. 23:56

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lögreglan á að loka þessu fyrirtæki samstundis því það er að stunda glæpastarfsemi!

En því miður er lögreglan ekki að verja okkur í þessu máli og það er óskiljanlegt.

Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 02:06

4 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Ja ekki er ég hvítflibbi, ekki enn að minnsta kosti. En eitt er víst að ekkert okkar gæti komið fram með þeim hætti sem nú er gert gagnvart okkur án þess að við fengjum að dúsa bak við lás og slá í lengri eða skemmri tíma. Færi jú eftir því hvort okkur væri stungið inn sem þjófóttum alþingismanni eða frystihúskerlingu út á landi.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 30.6.2010 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband