Alltaf sama skítalyktin !

Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvað það er sem ég skil ekki, fyrst snillingurinn Pétur Blöndal segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi. Hvaða lög ætli það séu sem ráðherra vanvirðir ég bara spyr. Er það einhverjum vafa undirorpið að Grundvallarlög standa Almennum lögum framar?  Ráðherra ber alfarið ábyrgð á öllu þvi sem undir ráðuneyti hans fellur og þar með, ber hann ábyrgð á stjornarframkvæmdun öllum eins og segir í 14 .gr. Stjórnarskrárinnar.  Þarf ráðherra að útskíra fyrir Pétri Blöndal eða öðrum af hverju hann telur eðlilegt að grípa inn í ráðningu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs með þessum hætti?  Ég efast ekki um að ráðherra hafði góða og gilda ástæðu. 

14. grein Stjórnarskrárinnar hljóðar svo.

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Stjórn Íbúðalánasjóðs á að ráða framkvæmdastjóra sjóðsins en ekki ráðherra segir Pétur Blöndal, Hvernig er þessi ágæta stjórn skipuð? Jú tveir sjálfstæðismenn, tveri framsóknarmenn og einn samfylkingarmaður sem komu sér nú ekki sérlega vel saman eins og gefur að skilja. Alltaf sama pólitíska skitalyktin út um allt.

 


mbl.is Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Vorum við ekki með einhverja spádóma um "gullkálfinn" sem hlyti stöðu framkvæmdastjóra stöðuna hjá Íbúðalánasjóði ?

Ef ég man það rétt þá bendir til að við verðum sannspáar.

Benedikta E, 30.8.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

hehehe já það skyldi nú aldrei vera Benedikta að við værum það.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 30.8.2010 kl. 12:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2010 kl. 13:51

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sakvæmt lögum er það stjórn sjóðsins sem skipar í stöðuna EKKI RÁÐHERRA

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.8.2010 kl. 16:50

5 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Ólafur ég skil það ekki öðruvísi en svo að amkvæmt Stjórnarskrá Íslands er það Ráðherra sem fer með æðsta valdið og ber ábyrgð á þeim stofnunum sem undir hann heyra.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 31.8.2010 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband