Lengi getur vont versnað.

Er þessi ágæti maður að segja að við slátrum okkar fé með því að skera það á háls, fyrst að hengja þeð upp á löppum og svo að skera það... oj bara ekki vissi ég betur en að kindurnar okkar væru skotnar.  Er það sem sagt rangt hjá mér ? Hvaða röfl er þetta með að þurfa að flytja kjötið út til að losna við það. þvílíkt kjaftæði, ég held þeim væri nær að selja okkur kjötið á því verði sem þeir eru tilbúnir að selja það erlendis, já og láta okkur svo niðurgreiða það í kjaftinn á útlendingum.. Svei bara.
mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Andaðu með nefinu,kindur hafa verið deyddar í sláturhúsum nokkuð lengi með raflosti síðan eru þær skornar, eina breytingin er sem ég veit best er að lesið er úr kóraninum á meðan aflífun stendur.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.9.2010 kl. 15:15

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

"ég held þeim væri nær að selja okkur kjötið á því verði sem þeir eru tilbúnir að selja það erlendis, já og láta okkur svo niðurgreiða það í kjaftinn á útlendingum.. Svei bara."

 vilt þú semsagt borga meira fyrir lambakjötið en þú gerir núna ?

og kaupa meira af því.

það kemur fram í fréttinni

2að þurfa að flytja mikið út vegna aðstæðna á innanlandsmarkaði."

semsagt líklegast að ekki selst nóg af því.

einnig stendur í fréttinni

"og gott verð fæst fyrir vöruna."

semsagt þeir virðast fá meira verð fyrir vöruna.

en ég geri nú ráð fyrir því að rollan sé annað hvort rotuð eða gefið raflost og svo látið blæða út.

í dag er rollur skotnar og svo látið blæða út.

sé ekki mikinn mun á þessu

Árni Sigurður Pétursson, 13.9.2010 kl. 15:18

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Engar útflutningsbætur eru á kindakjöt.afurðarverð hefur ekki hækkað til bænda í tvö ár það sem fer á innanlands markað,en útflutningsverð hefur hækkaði töluver í fyrra og hafa sauðfjárbændur notið góðs af því.

Ragnar Gunnlaugsson, 13.9.2010 kl. 15:28

4 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já Ragnar takk fyrir það , ég geri mitt besta í neföndunarmálum.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.9.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Sigurður Helgason

Hélstu að lömbin væru sungin í svefn,

 Árni ég held þú myndir röfla út í eitt ef þú fengir kjötið á því verði sem arabarnir greiða fyrir það, því þú hefðir ekki efni á að greiða slíkt verð,

Búa eintómir bjánar í þessu landi,

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 15:50

6 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Sigurður það er nú akkurat það sem að ég var að meina með þessum pósti mínum

ef að þú lest hann þá spyr ég Ingu hvort að hún vilji borga meira fyrir vöruna en hún gerir núna

maður spyr sig síðan bara hver sé bjáninn.

Árni Sigurður Pétursson, 13.9.2010 kl. 15:55

7 Smámynd: Sigurður Helgason

Sé það núna þetta átti ekki að vera til þín heldur Ingu,

biðst velvirðingar á því, sá ekki að þetta var skáletrað, enda ólæs og óskrifandi, fatlaður mjög   

En bjánarnir eru margir því arabarnir voru hér árið 2000 og vildu fá allt lambakjöt sem við getum framleitt og borgað fyrir það hátt verð til bænda,

það var ekki leift ,

var að lesa annað blogg á undan þar komu fram Yfirlýsingar frá bjánum ;)

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 16:11

8 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Árni á meðan að framleiðslustyrkir af heildartekjum bænda eru um 61% , byggt á tölum frá OECD frá árinu 2007, þá þykir mér skítt að það skuli nú flokkast undir hreinan munað hjá stórum hópi þjóðarinnar að borða lambakjöt.  Mér finnst algjört lágmark miðað við þá milljarða sem við setjum í landbúnaðinn á ári hverju að við fáum að njóta þess að borða lambakjöt, sama hvar í stétt við stöndum.  Við erum einfaldlega búin að borga fyrir það án þess að hafa verið svo mikið sem spurð að því hvort við kærum okkur um það eða ekki.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.9.2010 kl. 16:18

9 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Sigurður ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að ég hef hvergi í heiminum borgað meira fyrir lambakjöt en á Íslandinu góða. Sem dæmi hef ég keypt lambakjöt í verslunarkeðjunni Iceland upp á síðkastið, kjöt sem er ekkert síðara en það sem ég hef etið heima og þar kostar lærið 10 pund.  Ég kom heim í vor og keytpi mér part úr læri í Kaskó og kostaði bitinn 3600 kr.

Bjánarnir mega líta sér nær. 

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.9.2010 kl. 16:26

10 Smámynd: Sigurður Helgason

já Inga það er eitt af því sem við þurfum að draga þessa menn til ábirgðar fyrir, sem sitja á alþingi,,,,,,,,,,,,,,,,

það hefur alltaf verið hægt að selja lambakjötið, en þeir fengu of mikið sjálfir fyrir að geima það, svo það var ekki selt  

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 16:29

11 Smámynd: Sigurður Helgason

já og 8000 krónur  íslenskar í danaveldi árið 2000 , íslensk lömb alinn upp á dönskum túnum selt sem íslenskt villilamb ;) 

lambakjöt ekki fáanlegt í norge nema fyrir jól og páska, á miklu hærra verði en hér, 

sænsku landamærin íslenskt lamb á 300 krónur kílóið meðann að nísjálangs lömb eru seld á 5 þúsundið, 

það er hægt að setja fram mörg dæmi   

það er satt bjánarnir ættu að  kynna sér málinn áður en þeir blogga

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 16:43

12 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

En verður þetta kjöt ekki merkt þannig að um Halal-slátrað kjöt sé um að ræða?  Ekki kæri ég mig um slíkt kjöt.

Ragnar Kristján Gestsson, 15.9.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband