Allir græða ?

Ég get varla annað en varist brosi yfir þessu söluátaki hjá Morgunblaðinu. Ekkert að því að selja Moggann eins og mögulegt er en meðulin sem eru notuð finnast mér orka tvímælis svo ekki sé meira sagt.  Hér býðst háskólanemum að gera frábæran samning við Moggann með því að skulbinda sig i áskrift til 30 mánaða og áskrifatgjaldið borgar um leið Ipad air á kr. 89.990 vaxtarlaust.  En hvað er það sem liggur að baki ? Jú þessi Ipad er einungis 16 GB og því algjör kettlingur á markaðnum í dag og þar af leiðandi má leiða að því líkum að samningar Moggans við Epli hafi verið hagstæðir fyrir báða aðila . Annar selur upp lager af tækjum sem fáir kæra sig um í dag og hinn aðilinn safnar fullt af áskrifendum til 30 mánaða . BINGÓ. "Frábært"  Hverjir skyldu svo kaupa græjuna sem jú kostar 89.990 kr. líka í Epli án þess að gera neinn samning við Moggann í leiðinni ?  Skyldu það vera þeir sem vita ekki betur en þetta sé frábært tilboð en ekki úrelt vara sem er ekki einu sinni af G3 kynslóðinni hvað þá 4 eða 5 ?  Hm.. bara smá pæling.
mbl.is Háskólanemum býðst á ný að fá iPad á sérkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Talandi sem háskólanemi sem tók tilboðinu í hitt í fyrra, þá var þetta bara fínasta tilboð.

Þú segir að nemendur verða að borga 90 þúsund fyrir tölvuna á sama tíma og þau borga áskrift upp á 3 þúsund á mánuði. Það er einfaldlega ekki rétt. Tölvan fylgir frítt með áskriftinni. Samanlagt er áskriftarpakkinn jafndýr og staðgreiðslugjald á tölvunni.

Þú getur því kosið að horfa á þetta sem fría tölvu, með 30 mánaða mogga áskrift eða fría áskrift, með 30 mánaða vaxtarlausum afborgunum á spjaldtölvu.

Ég sé svo að það að 3/4/5G vanti fer svona mikið fyrir brjóstið hjá þér. Þegar ég tók við minni tölvu, bauðst mér að taka dýrari mótel og borga mismuninn. 16 GB 4G tölvan kostar auka 35 þúsund, þannig að það er ekki alltof stórt stökk (auka 100 þúsund ef þú ferð alla leið í 128 GB 4G).

Eitthvað fleira sem þú vilt kvarta yfir?

Einar Örn Gissurarson, 23.1.2014 kl. 19:31

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Eitthvað hefur þú lesið færsluna mína skakkt , þetta skrifaði ég orðrétt. "Hér býðst háskólanemum að gera frábæran samning við Moggann með því að skulbinda sig i áskrift til 30 mánaða og áskrifatgjaldið borgar um leið Ipad air á kr. 89.990 vaxtarlaust"

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 28.1.2014 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband