Hvers á jeppinn að gjalda ?

Það vöknuðu spurningar þegar ég las þessa frétt. Ég hreinlega botna hvorki upp né niður í því af hverju lögreglan leggur hald á jeppann sem hún þó segir að sé í eigu mannsins.  Fyrsta spurningin er:

1) Mega þeir taka jeppann?

2) Er jeppinn meðsekur? 

3) Hvaða rugl er þetta?

 


mbl.is Ökumaður jeppans handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Já, jeppinn er "verkfæri" sem notað var við verknaðinn og má husanlega gera upptækan.  Þessu þurfa menn að gera sér grein fyrir áður en þeir fara út í svona afbrot. 

Ólafur Gíslason, 16.7.2010 kl. 10:00

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

"hugsanlega"

Ólafur Gíslason, 16.7.2010 kl. 10:00

3 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Hugsanlega eru þeir líka að gera hann upptækan til að leita að sönnunargögnum.

Sigurður Ingi Kjartansson, 16.7.2010 kl. 10:02

4 Smámynd: Örn Ingólfsson

Já það var nú gott að hann náðist já ég held að það sé heimilt samkvæmt lögum að gera hluti upptæka sem notaðir hafa verið við afbrot skiptir ekki máli hvað það er samanber allt sem Lögreglan hefur gert upptækt í sambandi við fíkniefnapakkið þar er búið að gera mikið af bílum og fleyru upptækt þannig að þetta verður vonandi til þess að aðrið sem hugsa sér að gerast krimmar hugsi sig tvisvar um áður en að þeir fara út á glæpabrautina.

Örninn

Örn Ingólfsson, 16.7.2010 kl. 10:23

5 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

En þetta flokkast undir vörslusviptingu ekki satt? Þetta er í það minnsta á verulega gráu svæði finnst mér.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.7.2010 kl. 10:25

6 Smámynd: Sigurður Jónsson

Annað hvort er þetta kaldhæðni í bloggara eða hún bara ekki alveg í lagi. Auðvitað er lögreglunni heimilt að gera "verkfæri" upptæk, hvort sem það er kúbein eða bíll. Má hún kannski ekki taka byssu sem notuð hefur verið ti að skjóta einhvern. E rþað líka vörslusvipting?

Sigurður Jónsson, 16.7.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Vendetta

Ef maðurinn neitar sök og fellihýsin finnast ekki heima hjá honum, þá er hægt að sanna á hann þjófnaðina með því að rannsaka för á tengibúnaði jeppans og bera saman við för á tengibúnaði felli hýsanna þegar þau finnast. Auk þess er nauðsynlegt að rannsaka dekk jeppans og bera saman við för á stæðinu, þar sem fellihýsin stóðu. Þess vegna var nauðsynlegt að leggja hald á jeppann.

Vendetta, 16.7.2010 kl. 12:16

8 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

já Sigurður sennileg er bloggarinn ég bara alls ekki í lagi, frekar en bloggarinn þú , það gætu jú leynst fingraför af ræningjanum í bílnum.  Ef maður stelur læri í búð , má þá ekki taka af honum fötin sem hann var í við þjófnaðinn? Þetta með byssuna hjá þér þykir mér langsótt í samanburðinum, eins og þetta með fötin hjá mér ,alveg fyrir utan persónulegar aðdróttanir þínar í minn garð.

Það er gott að vera klár Sigurður :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.7.2010 kl. 12:18

9 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Vandetta takk fyrir gott innlegg,  Það sem þú skrifar er örugglega akkúrat það sem lögreglan notaði sér við upptöku bílsins.  Alveg burt séð frá öllum myndum sem teknar voru við ránið.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.7.2010 kl. 12:25

10 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þetta er allt gott og blessað, jeppinn verður rannsakaður, og að því loknu fær maðurinn jeppann eflaust aftur, og getur þá haldið áfram að stela tjaldvögnum og þess háttar.

Hjörtur Herbertsson, 16.7.2010 kl. 13:57

11 Smámynd: Þórður Bragason

Það er bara ekkert víst að maðurinn fái jeppann sinn aftur.  Lögreglu er fullkomlega heimilt að gera hann upptækann sem "verkfæri" við afbrot.  Auðvitað er hægt að teygja það og tala um fötin sem þjófurinn í Bónus stendur í en þá kemur eitthvað sem heitir "meðalhófsregla" ef ég man rétt, og fjallar um að t.d. haldleggja ekki heilan bíl vegna stolins læris í Bónus en haldleggja hann frekar vegna þjófnaðar á heilu(m) fellihýsi(um).

Fyrir mér er þetta fullkomlega eðlileg afgreiðsla en auðvitað getum við fárast yfir hverju sem er.

Þórður Bragason, 16.7.2010 kl. 14:11

12 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég held að þetta sé fullkomlega eðlilegur framgangsmáti. Lögreglan má gera hluti upptæka sem notaðir eru við glæpi. Til dæmis í þeim málum sem komið hafa upp varðandi tölvuglæpi, barnaklám og slíkt, eru tölvur gerenda gjarnan gerða upptækar. Síðan er það í valdi dómara hvort haldlagningin er varanleg eða hlutum er skilað. Svona er minn skilningur á þessu ferli, en ég er reyndar ekki lögmaður þannig að ég get vel verið að bulla eins og allir hinir hér.

Gísli Sigurðsson, 16.7.2010 kl. 14:25

13 Smámynd: Vendetta

Það er alveg greinilegt, að þessi fellihýsaþjófur hafi verið með "innkaupalista" frá einhverjum sem hafa svo borgað honum eða fellt niður skuld. Mér kæmi ekki á óvart þótt hann væri með þessu að borga fíkniefnaskuld, því að bíræfnustu þjófnaðirnir eru oft framdir af fíklum, sem annað hvort hafa engu að tapa, þótt þeir verði handteknir og dæmdir, eða þá að þeir eru orðnir svo brenglaðir af dópneyzlu, að þeir álíta að þeir geti komizt upp með allan andskotann um hábjartan dag.

Vendetta, 16.7.2010 kl. 15:05

14 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Gefum okkur að skip sé tekið við meintar ólöglegar veiðar og afli og veiðarfæri eru gerð upptæk, ég spyr af hverju er ekki togarinn gerður upptækur líka'?? það væri nú ágætis klink í ríkiskassann ef sá háttur væri hafður á , hvað meðalhófsregluna varðar þá er ég alveg mát , hef ekki séð að hún sé virt nema þegar það hentar stundum.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.7.2010 kl. 16:07

15 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Inga, samkvæmt þessu hefði kannski bara átt að gera krókinn á bílnum upptækan, sem sagt hann er veiðarfærið.

Gísli Sigurðsson, 16.7.2010 kl. 22:05

16 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

hehehe já Gísli nákvæmlega :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 16.7.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband