FINNA GAMLAN UPPGJAFA ÞINGMANN.

Nú verður stjórnin bara að koma sér saman um það, hvaða flokksgæðingur það er, sem á skilið að verða framkvæmdarstjóri íbúðalánasjóðs. Við þurfum líklega ekkert að efast um spillinguna sem enn ríkir,  meðan flokkaskerfið er enn ráðandi.  Hefðið Framsókn t.d enn verið við völd þá hefðurm við séð Guðna Ágústss. ja eða Halldór Ásgrímss. ráðna í stöðuna en nú er bara að spá í það hvern þeir vilja losna við úr stjórninni ja eða hver er nógu merkilegur uppgjafa þingmaður þarna út sem vert er að skella á spenann? 

Vá hvað ég vildi að ég hefði RANGT fyrir mér, en hm... leifi mér stórlega að efast um það því miður. Ég held nefnilega að ekkert hafi breyst þegar kemur að spilltum stjórnmálamönnum á Íslandi. 

Ætli þeir bjóði Ögmundi stöðuna ? Hann hefur jú oft verið upp á kant við kerfið. 


mbl.is Fresta ráðningu framkvæmdastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Inga - Eigum við að geta okkur til um maðkinn - Nú verður það ekki Einar Karl Haraldsson..................

Það eru einhverjir sem ekki ennþá teljast á lausu - en þó á fallandi fæti - það gætu verið kandídatar úr sjálfri stjórn Jóhönnu og Steingríms - þau átta sig á því bakvið tjöldin að stólarnir undir þeim í stjórnarráðinu eru ornir mjög - mjög valtir...................

Benedikta E, 9.7.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

hehe jú Benedikta það gæti orðið hann ja eða bara einhv. vilhallur gæðingur annar, kannski bara Steingrímur sjálfur sem drífi sig í örugga framtíðarvinnu.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 9.7.2010 kl. 13:11

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ingvi Örn, fyrrum aðstoðarmaður Árna Páls félagsmálaráðherra, þykir einna líklegastur í stöðuna. Síðan hann hætti sem aðstoðarmaður Árna Páls, hefur hann verið "geymdur" í félagsmálaráðuneytinu og látinn sinna þar "sérverkefnum". Ásamt því sem að hann hefur verið ráðgjafi Jóhönnu í efnahagsmálum.  Ingvi Örn er Jóhönnu að"góðu kunnur" enda aðstoðaði hann hana við að hanna húsbréfakerfið  á sínum tíma.

 Þetta er sami Ingvi og setti fram launakröfu upp á 250 milljónir á þrotabú Landsbankans, en hann var framkvæmdastjóri í Gamla Landsbankanum.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.7.2010 kl. 14:03

4 Smámynd: Anna Sigrún Baldursdóttir

Kristinn, Ingvi Örn hefur aldrei verið aðstoðarmaður félagsmálaráðherra né er hann geymdur í ráðuneytinu.

Undirrituð er aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og hefur verið frá byrjun.

Anna Sigrún Baldursdóttir, 9.7.2010 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband