Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Alltaf sama skítalyktin !

Ég velti því óneitanlega fyrir mér hvað það er sem ég skil ekki, fyrst snillingurinn Pétur Blöndal segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi. Hvaða lög ætli það séu sem ráðherra vanvirðir ég bara spyr. Er það einhverjum vafa undirorpið að Grundvallarlög standa Almennum lögum framar?  Ráðherra ber alfarið ábyrgð á öllu þvi sem undir ráðuneyti hans fellur og þar með, ber hann ábyrgð á stjornarframkvæmdun öllum eins og segir í 14 .gr. Stjórnarskrárinnar.  Þarf ráðherra að útskíra fyrir Pétri Blöndal eða öðrum af hverju hann telur eðlilegt að grípa inn í ráðningu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs með þessum hætti?  Ég efast ekki um að ráðherra hafði góða og gilda ástæðu. 

14. grein Stjórnarskrárinnar hljóðar svo.

Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál.

Stjórn Íbúðalánasjóðs á að ráða framkvæmdastjóra sjóðsins en ekki ráðherra segir Pétur Blöndal, Hvernig er þessi ágæta stjórn skipuð? Jú tveir sjálfstæðismenn, tveri framsóknarmenn og einn samfylkingarmaður sem komu sér nú ekki sérlega vel saman eins og gefur að skilja. Alltaf sama pólitíska skitalyktin út um allt.

 


mbl.is Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kann ekki að skammast sín !

Ég velti því fyrir mér hvers vegna þessi eftirlýsti einstaklingur var ekki handtekinn við komuna til landsins og færðu í járnum burt af vellinum.  Er hann á einhv. sér samningi ? Þetta er hrokafullur siðlaus fjárglæframaður sem kann ekki að skammast sín. Ef það ætti að rannsaka einhvern ofan í kjölinn þá er það hann.  Svona gaurar sem berast á með alla vasa fulla af seðlum og lifa eins og konungar á okkar kostnað. OJ BARA !
mbl.is Vill rannsókn á vinnubrögðum sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANDSK. VIÐBJÓÐUR ER ÞETTA.

Já trúlega vilja margar 17 ára gamlar stúlkur giftast eldgömlum barnaníðingi. Að það skuli vera árið 2010 og við skulum enn horfa upp á þennan viðbjóð er með ólíkindum.  Talandi um að þrælahald sé ekki lengur við líði á ekki við nein rök að styðjast. Annað eins þrælahald og nú blómstar hjá níðingum og þá sérstaklega á konum og börnum er sárara en orð fá lýst.
mbl.is 112 ára maður giftist 17 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall !

Já það kom að því að við fengum að súpa seyðið af óráðsíunni og flottræfilshættinum sem hefur einkennt stjórn OR. Að hugsa sér að byggja sex hæða höll sem kostaði milljarða og að það hafi bara verið dropi í hafið miðað við útrásar geðveikina sem þessir handónýtu stjórnendur leyfðu sér. Hugsunarhátturinn sem einkennir svona stjórnendur er " Það má alltaf reyna að græða meira því að ef við töpum, þá skellum við bara skuldinni á almenning, hann þarf hvort eð er orkuna frá okkur og verður því að borga brúsann " En er það svo? Erum við virkilega algjörlega viljalaus verkfæri sem látum malbika endalaust yfir okkur? Finnst engum nema mér að sé kominn tími til að við tökum í taumana og öskrum.. HINGAÐ OG EKKI LENGRA !!
mbl.is „Of harkaleg hækkun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eninga meninga, löggan fær peninga !

Merkilegt að heyra að lögreglan skuli auglýsa eftir eiganda þessara peninga. Það var fyrir nokkrum árum síðan að maðurinn minn var rændur í verslun í Skeifunni , þetta voru um 110  þúsund kr. sem síðan fundust aftur þar sem þjófurinn hefur hugsanlega ætlað að geyma þá til betri tíma og ekki viljað fara með þá heim til pabba og mömmu. Hvað um það lögreglan harðneitaði að skila honum peningunum þrátt fyrir að hann gæit lýst því hvernig samsetningu þeirra var háttað.  Mér skyldist að þetta færi í skemmtisjóðinn þeirra. Það verður gaman að fylgjast með núna hvort þessir peningar lenda einnig þar.
mbl.is Peningar í óskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannlegur eða ábyrgaðarlaus ?

Ja dæmi hver fyrir sig, í það minnsta myndi ég ekki vilja lenda á svona doctor ótilneydd. Iron Maiden jú alltaf flottir en þetta er nú aðeins of mikið af því góða.
mbl.is Hvort eð er alltaf biðröð á læknavaktinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafðu vit á að hætta núna !!!

Hvað er að hjá  fólki eins og Gylfa ráðherra? Hvernig getur hann mögulega haft list á því að hirða laun frá þegnunum sem hann hefur svikið.  Undirferli og spilling er orðin svo landlæg hjá þessu liði að það eru ekki til nein orð sem lýsa því.  Siðferðið er akkúrat EKKERT.
mbl.is Höskuldur: Staða Gylfa veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík íslenska !

Hefur einhver heyrt um það að leggja niður laupana? Það er daglegt brauð og nánast í hverri einustu frétt á MBL að hagræða íslenskunni frekar neikvætt að mínu mati. Ótrúlega lélegt eftirlit með því sem þeir senda frá sér.
mbl.is Bíða enn eftir skaðabótum vegna eldgossins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pakka pakkinu saman og senda það heim.

Það er löngu orðið tímabært að reyna að sjóða saman lög sem ekki bara heimila heldur skikka alla erlenda glæpamenn úr landi.  Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eigum að halda þessu hyski uppi í yfirfullum fangelsum okkar, sem væru sennilega bara hálffull ef ekki væri fyrir erlenda glæpamenn. 

Vá hvað ég skal á þing, þar yrði sko tekið til í geymslunni.  


mbl.is Meiri harka í fangelsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að liggja flatur, það er sleikjuháttur. oj bara

Það virðist vera alveg sama hvað kemur upp á borðið , íslensk stjórnvöld krefjast þess að fá að borga Icesave hvort sem þau þurfa þess eða ekki. Ekki skrítið við eigum svo rosalega mikla peninga í kassanum...EÐA EKKI :(
mbl.is Icesave-viðræður á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband