Hver eru réttindi leiðsöguhunda til aðgengis umfram aðra hunda?

Vegna umræðunnar sem hefur sprottið upp vegna leiðsöguhunds á Akranesi þá lleitaði ég uppi þessa reglugerð hér fyrir neðan, fann reyndar ekkert annað sem hægt er að styðjast við en finnst hún þó all skír um réttindi þess sem þarf að nýta sér þjónustu hjálparhunds. 

Í reglum um hundahald í reglugerð um hollustuhætti 941/2002  er að finna undanþágu fyrir hjálparhunda fyrir fatlaða

REGLUGERÐ
um hollustuhætti.

941/2002

Hreinlæti og dýr.

19. gr.

Heimilt er þó fötluðu fólki að hafa með sér hjálparhunda á gististaði, veitingastaði, í skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús, enda sé hinum fatlaða ótvíræð nauðsyn að hjálparhundi. Hundurinn skal merktur sem hjálparhundur og hinn fatlaði skal hafa leyfi fyrir honum í samræmi við ákvæði í samþykktum einstakra sveitarfélaga.

 Að vísu er ekkert sagt um það að viðkomandi hudur þurfi að eiga heimili en mér finnst það liggja í hlutarins eðli og ekki ástæða til að fara nánar í það. Hins vegar sýnist mér að samþykkt Akraneskaupstaðar í þessu tilviki sé nóu skírt til að viðkomandi geti búið áfram á heimili sínu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vondum grönnum..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Annað væri hreinlega furðulegt. Hlýtur að vera handvömm að geta ekki um það sérstaklega að fötluðu fólki sé leyfilegt að hafa hjálparhund á heimili sínu og við það eftir því sem þörf krefur.

Sigurður Hreiðar, 12.7.2010 kl. 18:45

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já það er þvi ansi mikið um slíkt hjá blessuðum löggjafanum, bæði fyrr og nú.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 12.7.2010 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband