Þau hljóta að segja satt að vanda !

Jón Ásgeir og félagar tala ekki nógu góða ensku

Ekkert þeirra talar nógu góða ensku til að bera vitni fyrir 
dómstólum í New York. Öll hafa þau búið eða stundað nám í Bandaríkjunum

Ekkert þeirra talar nógu góða ensku til að bera vitni fyrir dómstólum í New York. Öll hafa þau búið eða stundað nám í Bandaríkjunum (Mynd DV)

Nær allir þeir sem gefa eiðsvarinn vitnisburð í Glitnismálinu segjast ekki tala nógu góða ensku til að geta borið vitni fyrir bandarískum dómstólum. Flestir aðilanna, meðal annars Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir og Lárus Welding hafa öll verið búsett í Bretlandi.

Ingibjörg hefur einnig lagt stund á nám í Parsons School of Design í New York og Þorsteinn Jónsson, eða Steini í kók eins og hann er oft kallaður, tók masters gráðu í hagfræði í Northwestern háskólanum í Illinois fylki í Bandaríkjunum.

Jón Ásgeir fór í útrás til Bretlands og var á árunum fyrir hrun mjög áberandi í bresku viðskiptalífi. Hann á, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu, íbúð í New York í Bandaríkjunum. Hann segist ekki tala nógu góða ensku til að bera vitni fyrir dómi í New York.

Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is                  Birt í DV 10.júlí sl

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

No habla englese

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2010 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband