Þvílíkt BRJÁLÆÐI !

þvílíkur hráskinnaleikur.  Það er erfitt að koma orðum að hugsunum sínum við lestur á þessum endalausu ógeðis fréttum. Ég vil leyfa mér að efast um að mögulegt væir að finna vanhæfari, spilltari og ósvífnari stjórnvöld á nokkru byggðu bóli jarðarinnar. Við þurfum auðvita að slá heimsmet í þessum skítavinnubrögðum eins og öðru.

Tapið af Sjóvá gæti lent á ríkinu

Fall Askar Capital undistrikar þá fjárhagslegu áhættu sem íslenska
 ríkið tók þegar Sjóvá var bjargað frá gjaldþroti í fyrra. Ríkið þurfti 
að leggja félaginu til bréf sem voru með ríkisábyrgð. Ríkið varð að gera
 þetta til að verja hagsmuni viðskiptavina Sjóvár en gæti tapað á því. 
Karl og Steingrímur Wernerssynir áttu Sjóvá en Tryggvi Þór Herbertsson 
var forstjóri Askar Capital lengst af.

Fall Askar Capital undistrikar þá fjárhagslegu áhættu sem íslenska ríkið tók þegar Sjóvá var bjargað frá gjaldþroti í fyrra. Ríkið þurfti að leggja félaginu til bréf sem voru með ríkisábyrgð. Ríkið varð að gera þetta til að verja hagsmuni viðskiptavina Sjóvár en gæti tapað á því. Karl og Steingrímur Wernerssynir áttu Sjóvá en Tryggvi Þór Herbertsson var forstjóri Askar Capital lengst af.

Innlent 22:11 › 17. júlí 2010

Mögulegt tap af sölunni á tryggingafélaginu Sjóvá gæti fallið á íslenska ríkið, og þar með íslenska skattgreiðendur, að mestu leyti. Íslandsbanki er með tryggingafélagið í söluferli og stendur einn mögulegur kaupandi eftir samkvæmt Árna Tómassyni, formanni skilanefndar Glitnis. Íslenska ríkið á nærri 80 prósenta hlut í tryggingafélaginu og Glitnir og Íslandsbanki eiga rúm 20 prósent.

Árni vill af skiljanlegum ástæðum ekki greina frá því hvaða kaupandi stendur eftir en segir að deilt sé um verð og önnur samningsatriði. Verðið sem er deilt um er væntanlega þeir 16 milljarðar króna sem núverandi eigendur Sjóvár þurftu að leggja inn í tryggingafélagið til að bjarga því frá gjaldþroti. Þar af lagði íslenska ríkið Sjóvá til tæpa 12 milljarða.

Heimildir DV herma hins vegar að um sé að ræða fjárfestahóp á vegum Heiðars Más Guðjónssonar, fyrrverandi starfsmanna Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar. Heiðar Már er búsettur í Sviss um þessar þar sem hann starfar fyrir vogunarsjóð.

Fall Askar Capital og Avant í vikunni breytir þó ekki miklu um framtíð Sjóvár jafnvel þó að hluti þeirra eigna sem ríkið lagði inn í Sjóvá til að bjarga því frá þroti hafi verið skuldabréf Askar Capital og Avant. Ástæðan er sú að skuldabréf Askar og Avant eru tryggð með öðrum bréfum sem eru með ríkisábyrgð. Íslenska ríkið er því alltaf í ábyrgð fyrir eignunum sem voru settar inn í Sjóvá og skiptir staða Askar og Avant því á endanum ekki höfuðmáli fyrir Sjóvá þar sem þessi ríkisábyrgð er fyrir hendi.

Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) tekið af DV.is




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og enginn kommenterar – ekki einu sinni ég!

Kjaftstopp!

Jón Valur Jensson, 18.7.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já Jón valur segðu Enda á maður enginn orð, þessi rotþró er botnlaus með öllu.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 18.7.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2010 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband