Brennd af hverju???
10.8.2010 | 01:05
Lítið barn brennist í fylgd foreldar sinna af því að hún steypist yfir línu sem strengd hefur verið utan um hættusvæði, ég bara spyr mátti þá línan ekki vera meter utar ja eða veit enginn hvað hann er að gera á þessum slóðum?
![]() |
Tveggja ára stúlka brenndist við Geysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað vita allir sem þekkja vel til aðstæðna að merkingum er verulega ábátavant og slysagildrur hvarvetna. Vandræði eru að eigandi Geysissvæðisins sem er ríkið hefur aldrei lagt neina áherslu á þessi mál. Rekstraraðilar á Geysi hafa reynt að fá ríkið til framkvæmda og nauðsynlegra endurbóta en svo virðist sem enginn virðist bera neina ábyrgð.
Í svonefndu góðæri var ekki einni einustu krónu veitt úr Ríkissjóði til endurbóta.
Auðvitað bar foreldrum barnsins að hafa vit fyrir því. En allir sem þekkja til barna, vita að oft reynist erfitt að hemja þau á ferðalögum þegar þau hafa setið lengi í bíl. Hreyfiþörf barnsins er þá oft meiri en margur pabbinn eða mamman vill.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2010 kl. 09:28
bönnum bara hverina !
Egill, 10.8.2010 kl. 11:06
Til viðbótar við það sem Guðjón hefur skrifað má nefna að frárennsli Strokks, en það var í því sem telpan brenndi sig, rennur ekki alltaf á sama stað heldur ræður m.a. vatnsmagn í hvernum og vindátt hvert heita vatnið fer.
Þrátt fyrir skammarlega litlar varnir og varúðarmerkingar á Geysissvæðinu, þá er álíka vænlegt til árangurs að stjórna frárennslisvatninu úr Strokki og að banna garðúðanum að sprauta á stéttina við hliðina á grasinu.
Ég vona bara að telpan jafni sig að fullu.
B Ewing, 11.8.2010 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.