Að liggja flatur, það er sleikjuháttur. oj bara
13.8.2010 | 17:45
Það virðist vera alveg sama hvað kemur upp á borðið , íslensk stjórnvöld krefjast þess að fá að borga Icesave hvort sem þau þurfa þess eða ekki. Ekki skrítið við eigum svo rosalega mikla peninga í kassanum...EÐA EKKI :(
![]() |
Icesave-viðræður á næstu vikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamálið er bara það að Geir Haarde samþykkti að ábyrgjast allar innistæður á Íslandi, en ekki erlendis - það er mismunun sem ekki stenst EES samninginn.
Ef sú ríkisstjórn hefði sagt "Við ábyrgjumst innistæður hér á landi og erlendis, en aðeins að því marki sem innistæðusjóðurinn dugar til", þá hefðu margir sparifjáreigendurhér á landi tapað miklu, en þá hefði ekki verið um neina mismunun að ræða og engin grundvöllur fyrir kröfum.
Ef þeir hefðu sagt "Við ábyrgjumst allar innistæður í íslenskum krónum", en innistæður í erlendri mynt aðeins að því marki sem varasjóðurinn dugar, þá hefði ekki heldur verið um beina mismunun að ræða - þeir sem áttu gjaldeyrisreikninga hér hefðu að vísu setið eftir með sárt ennið, en hugsanlega hefðum við sloppið við IceSave kröfuna.
Sú ákvörðun að ábyrgjast innistæður hér á landi en ekki erlendis er grunnvandamálið - og ég sé ekki hvernig menn ætla að komast fram hjá því.Púkinn, 13.8.2010 kl. 18:47
Hvernig væri að segja Norðmönnum að borga þetta fyrir okkur og við látum makrílinn þeirra í friði, slá tvær flugur í einu höggi, útgerðarmenn fá ekki kvóta til að bruðla með og við losnum við Icesave he he he
Jónas Harðarson, 13.8.2010 kl. 19:30
Púkinn... það er ekkert frágengið fyrr en frágengið er svo ef það hefði nú verið gengið frá þessi Icesave eins og þú segir þá væri þetta Icesave ekki búið að fara þessa leið sem það er búið að fara... Alla leið í Þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem afgerandi meiri hluti þjóðarinnar hafnaði greiðslu á þessari óreiðuskuld... Það þarf Alþingi til að samþykkja greiðslu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.8.2010 kl. 23:18
Já það er dapurt til þess að vita hvað herra Haarde og hans búalið fór á taugum þegar kom að því að taka alvöru ákvarðanir. Hann bullaði tóma steypu og forðaði sér svo af sjónarsviðinu þegar hann var búin að leggja allt í rúst með dyggum stuðningi kapitalíska kórsins. Ætli við getum ekki státað af vanhæfustu stjórnmálamönnum jarðkringlunnar, ég yrði ekki hissa, við viljum jú slá met í öllu sem við gerum ekki satt?
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 14.8.2010 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.