600 kr. á dag.

Já 400 milljónir, það hljómar ríflega þegar heildartalan er nefnd en hvernig virkar það þegar launin hækka um 25.000 kr. á mán. hjá hjúkrunarfræðingunum? Ætli sé nokkur erfitt að sjá að helmingurinn er tekinn beint í skatt og fer aftur í vasa ríkisins og hinn helmingurinn telur um 3000 kr. á viku sem eru heilar 600 kr. í launahækkun á dag miðað við fimm daga vinnuviku. Ef hjúkrunarfræðingum finnast þetta launahækkanir sem eru ásættanlegar miðað við launin sem þeim bjóðast í Noregi t.d þá eru þeir mjög nægjusamir að mínu mati og allar þessar uppsagnir þeirra dulbúnar að vanda. 
mbl.is „Hærri tala en ég hef heyrt áður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er að þetta er ekki há upphæð en hvernig getur þjóð eins og Ísland keppt við olíuþjóð eins og Noreg? Sjálfur er ég íslenskufræðingur með 314. 000 kr. í laun eftir 6 ára háskólanám. Ég er með tvö meistarapróf. Ef ég færi til Danmerkur og færi að kenna við Kaupmannahafnarháskóla þá væri ég með mun hærri laun en ef ég kenndi við HÍ. Mér finnst laun hjúkrunarfræðinga bara boðleg miðað við það sem gerist í opinbera geiranum.

Bjarni Valur (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband