Hörmulegt slys
1.7.2013 | 14:01
Ég er með verk í hjartanu yfir þessu hörmulega slysi. Lítill drengur
liggur stórslasaður eftir kæruleysi fullorðinna. Litlir strákar eru
alltaf að bralla eitthvað og vinnupallar sem reistir eru upp við húsvegg
eru mjög spennandi í þeirra augum. Mér finnst að það ætti að vera
algjörlega fortakslaust að vakt sé höfð um slíka staði þegar vinnutíma
lýkur. Annað er óafsakanleg slysagildra fyrir litla ævintýragjarna
grallara. Ég bið þess af öllu hjarta að litli drengurinn nái fullum
bata og bið ykkur öll kæru vinir að gera slíkt hið sama.
Vinnupallar veittu aðgang að þaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.