Hingað og EKKI lengra !
30.6.2010 | 19:56
Síðan hvenær eru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið í þeirri aðstöðu að segja fjármálafyrirtækjunum hvernig þau eigi að brjóta dóm Hæstaréttar á bak aftur? Þessar stofnanir hafa hingað til ekki staðið sína plikt ? Ég vil skora á alla sem eru með gengistryggð lán og berlega á að pína núna í þágu auðvaldsins að HÆTTA að borga af þessum lánum því þau eru ÓLÖGMÆT.. Hvað þarf meira um það að segja..EKKERT. ! Rétturinn er okkar megin hvernig sem á það er litið og við erum stjórnarskrárvarin þegar lýtur að því að pína okkur afturvirkt. Við eigum ekki að borga aðra vexti en við sömdum um annað er hreint lögbrot. Skammarlegt að sjálfur viðskiptaráðherra skuli fara fremstur í flokki þessara lögbrjóta og enn skammarlegri afsakanirnar sem hann lætur fylgja gjörningunum. Ársfjórðungsuppgjör bankanna, ég get ekki annað en varist brosi. Það eru engin takmörk hvað þessir háu herrar taka sér fyrir hendur til að venda sjálfa sig og peningaelítuna í landinu. "Hvar eru stjórnendur nýju bankanna" Er það ekki í þeirra verkahring að fylgja dómi Hæstréttar án aðkomu stjórnvalda. Þeir á sínum tíma sem unnu markvisst að því að fella gengi krónunnar til þess að ólögmæt gengistryggð lán þeirra gæfu þeim sem mest í kassann.
Burt með spillta stjórnmálamenn og ráðherra sem ganga erinda auðvaldsins. Látum þá ekki komast upp með frekari kúgun, við eigum jú að borga allt sukkið hvort eð er. Icesave, Krónubréf, bara að nefna það og við erum nógu góð til að blæða en þegar kemur að réttlæti okkur til handa og það dómi Hæstaréttar þá er það ekki til. Ég segi nú bara SVEI..ATTAN..
Vilja skoða lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.