ENDALAUS HRÆÐSLUÁRÓÐUR

Ég þar líklega ekki að skora á ykkur bloggara að lesa þessa frétt, veit að þið eru fróðleiksfúsari en svo:)  En takið eftir enn komast þessir margumtöluðu 100 milljarðar upp á borðið, þar sem ríkissjóður á að þurfa að greiða þá inn í bankana.  Ég held að þeim sé að takast að rugla mig það ærlega í rýminu að ég er farin að halda að eitthvað sé að tapast af heilakökunni í mér.   

Ég skil í fyrsta lagi ekki hvers vegna bankar sem eiga að vera útbólgnir af peningum geta ekki einfaldlega tekið á sig þessa "350 milljarða"  án aðkomu ríkisins.  Ef á að miða við eignarhluta ríkis í þessum glæpastofnunum þá hélt ég að þar væri einungis um Landsbankann að ræða, fyrir utan það að allir hafa komið fram og sagt að þetta væri skellur en ekki það mikill að hann yrði ekki staðinn af sér.  Hvað með Icesave? Hver á að borga brúsann þar og fyrir hvern?  Ég fæ kvíðahnút í magann og verð bara vanmáttug og sorgmædd að hugsa um allan þann sora sem á að leggja á okkur nú.

Nú þegar bankarnir eiga svona mikla peninga þá finnst mér að Alþingi ætti að setja lög um að fá endurgreidda 200 milljarðana sem ríkissjóður fleygði þangað inn þegar þessi svo kallaða endurreisn bankanna fór fram, ríkissjóður gæti þá hent aftur þessum 100 milljörðum inn í bankana svona bara fyrir Gylfa og ættum þá 100 eftir upp í Icesave fyrir Björgúlfana.   Neeeeee það á bara að hóta okkur enn frekari skattpíningu og skerðingu á almennri þjónustu og ef að Hæstiréttur dæmir nú ekki eins og AGS vill og stjornvöld hafa ekki dug til að mótmæla já vá þá eigum við sko eftir að fá það óþvegið.  Ég get svo svarið það að Castro hefði ekki getað gert þetta betur, að halda því fram að hér sitji velferðarstjórn við völd er sorglegt sjónarmið.   Við nálgumst það hægt en örugglega að geta fyrir rest sett okkur á bekk með kúguðum þjóðum þar sem mannréttindi eru fótum troðin eins og Norður Kórea, Kúba, Kína og Rússland svo dæmi séu tekin, ætla nú ekki alveg að skella okkur í arabaheiminn strax eða til Indlands þar sem daglegt brauð er að hella bensíni yfir eiginkonuna og kveikja í henni. 


mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Helgi Ármannsson

vid verdum  einkvernvegin ad losa okkur vid tessi snikjudir  http://vald.org/greinar/100705.html

Sigurður Helgi Ármannsson, 8.7.2010 kl. 09:30

3 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Takk kærlega fyrir þessa linka, verulega inn á minni línu. Og já losa okkur við þá en hvernig? Ég bið um bylgingu hér og stærstu mótmæli íslandssögunnar en viðbrögðin hér í bloggheimi að minnsta kosti eru ekki mikil.  Mér er nær að halda að ég komi til með að trylla þarna um alein í þessum risa mótmælim mínum :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 8.7.2010 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband