EIGUM VIÐ AÐ GISKA ?

Jón Hákon Halldórsson skrifar.

Það stendur til að ráða framkvæmdastjóra yfir sveitarfélaginu Árborg fyrir mánaðamótin, segir Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs og oddviti sjálfstæðismanna.

Starfið var auglýst eftir sveitastjórnarkosningarnar í vor og í gær var upplýst um það hverjir sóttu um. Á meðal þeirra eru margir reyndir sveitastjórnarmenn eins og Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík, og Ragnar Sær Ragnarsson, fyrrverandi sveitastjóri og varaborgarfulltrúi.

Eyþór vill ekkert láta uppi um það hvaða umsækjanda honum líst best á. Hann segir augljóst að það verkefni að velja úr hópi umsækjenda sé lúxusvandi. „Ég held að við séum með mjög góðan hóp af umsækjendum. Það er greinilegt að það sækjast mjög hæfir einstaklingar eftir því að fá að vinna að uppbyggingu hérna. Við erum mjög ánægð með það traust sem við fáum frá þessu fólki," segir Eyþór.

  jÁ SÆLL...Eigum við að giska á hver það verður sem hreppir hnossið...ja illa kæmi mér á óvart ef Gunnar Birgisson flokksbróðir yrði ekki fyrir valinu. Hvað haldið þið bloggarar ? Þetta er nú einu sinni Sjálfstæðisflokkurinn sem um er rætt.  Að vísu er þarna líka flokkssystir Inga Jóna Þórðardóttir en mmm held hún eigi ekki eins mikinn séns og Gunnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

svo það sé á hreinu þá skrifar Jón Hákon það sem er skáletrað í færslunni.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 8.7.2010 kl. 14:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð illa svikin ef þeir ráða Gunnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2010 kl. 17:52

3 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já það verð ég líka, en annað kæmi mér verulega á óvart miðað við þann sora sem við höfum þurft að súpa af skálum þessara spillingarafla. Í það minnsta tel ég að sagan sýni að það séu litlar sem engar líkur á að ekki verði ráðinn sjalli til starfans.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 9.7.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband