HEIMA ER BEST

Það má með sanni segja að sólin skíni hér í spánarveldi flesta daga ársins og þá á ég að brosa hringinn þar sem veðrið skiptir svo miklu máli fyrir sálina hef ég heyrt en maður er víst aldrei ánægður með það sem maður hefur er það nokkuð ?  Hitinn og rakinn er slíkur á sumrin,að það er engu líkara en að maður sé í gufubaði allan sólarhringinn.  Lengi dreymdi mig um ókunn lönd, fjarlægar strendur, sjó sand og sól.  En þegar draumurinn rættist þá er hugurinn alltaf heima.  Ég sakna alls þess sem ég áður kunni ekki að meta, ég er jafnvel farin að hugsa um iðulausa stórhríð og jólagleði heima í Ólafsfjarði, þrátt fyrir að hafa búið í Reykjavík í 16 ár. Ég get ekki beðið eftir að komast heim í svalann og yndislegu veðráttuna þar.  Auðvita er alltaf gaman að kynnast annari menningu og koma á nýja framandi staði, en í rauninni þegar upp er staðið þá hefur mér alltaf liðið lang best þegar ég er aftur komin HEIM. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Alltaf -- eða langoftast -- gaman að koma til útlanda. Ferðir mínar þangað eru fyrir nokkru komnar í þriggja stafa tölu. En einn þáttur þeirra er þó alltaf sýnu bestur: að koma heim aftur.

-- Þú hefðir átt að finna tæra og hreina loftið í morgun. Ég rölti hér bæjarleið um áttaleytið, á stuttermabolnum einum, og naut þess.

Sigurður Hreiðar, 14.7.2010 kl. 12:59

2 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Já mikið vildi ég hafa verið þar á röltinu líka. Hér er ill mögulegt að rölta eitt eða neitt fyrir hita, ja nema trítla eitthvað um neðri hæðina því ef maður vogar sér upp á þá efri fyrir hita þar :)

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 15.7.2010 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband