Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Hingað og EKKI lengra !

Síðan hvenær eru Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið í þeirri aðstöðu að segja fjármálafyrirtækjunum hvernig þau eigi að brjóta dóm Hæstaréttar á bak aftur? Þessar stofnanir hafa hingað til ekki staðið sína plikt ? Ég vil skora á alla sem eru með gengistryggð lán og berlega á að pína núna í þágu auðvaldsins að HÆTTA að borga af þessum lánum því þau eru ÓLÖGMÆT.. Hvað þarf meira um það að segja..EKKERT. ! Rétturinn er okkar megin hvernig sem á það er litið og við erum stjórnarskrárvarin þegar lýtur að því að pína okkur afturvirkt. Við eigum ekki að borga aðra vexti en við sömdum um annað er hreint lögbrot. Skammarlegt að sjálfur viðskiptaráðherra skuli fara fremstur í flokki þessara lögbrjóta og enn skammarlegri afsakanirnar sem hann lætur fylgja gjörningunum. Ársfjórðungsuppgjör bankanna, ég get ekki annað en varist brosi.  Það eru engin takmörk hvað þessir háu herrar taka sér fyrir hendur til að venda sjálfa sig og peningaelítuna í landinu.  "Hvar eru stjórnendur nýju bankanna" Er það ekki í þeirra verkahring að fylgja dómi Hæstréttar án aðkomu stjórnvalda.  Þeir á sínum tíma sem unnu markvisst að því að fella gengi krónunnar til þess að ólögmæt gengistryggð lán þeirra gæfu þeim sem mest í kassann. 

Burt með spillta stjórnmálamenn og ráðherra sem ganga erinda auðvaldsins.  Látum þá ekki komast upp með frekari kúgun, við eigum jú að borga allt sukkið hvort eð er. Icesave, Krónubréf, bara að nefna það og við erum nógu góð til að blæða en þegar kemur að réttlæti okkur til handa og það dómi Hæstaréttar þá er það ekki til.  Ég segi nú bara SVEI..ATTAN..


mbl.is Vilja skoða lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig voga þeir sér að bruðla svona með almannafé?

Að hugsa sér að stjórnendur lífeyrissjóðanna skuli voga sér að fjárfesta í annari eins áhættustarfssemi og flugrekstur er. Á sama tíma og þeir setja feitt pennastrik yfiri réttindi sjóðsfélaga sinna og stórlega skerða lífeyrisréttindi þeirra. Mér finnst kominn tími til þess að við almenningur í þessu landi komum þessum fjárglæframönnum burtu úr stjórn lífeyrissjóðanna, þeim er víst nokkuð sama um okkur á meðan launaumslögin þeirra eru alltaf jafn þykk. 
mbl.is Spenntir fyrir Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byr sendir óbreytta greiðsluseðla !

Viðskiptavinir Byrs sem eru með erlend lán fá senda óbreytta greiðsluseðla um mánaðamótin, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar í síðustu viku. Samkvæmt svörum Byrs er þetta  gert þar sem Byr bauð aðeins húsnæðislán í erlendri mynt og telur bankinn sig því ekki í sömu stöðu og þau fyrirtæki sem buðu erlend bílalán. ( mbl.is )

Hvaða bull er þetta ! Er furða þótt kerfið riði til falls þegar æðstu stjórnendur sparisjóðs eins og Byrs geta ekki túlkað dóm Hæstaréttar betur en þetta. Hvaða munur er á húsnæðisláni og bílaláni í erlendri mynt? Þetta er svo sem ekkert sem kemur á óvart , Byr bara fyrstir til að kasta sprengjunni. Ég vil láta draga þessa aðila fyrir dóm þar sem kærumálið snýst um vanvirðingu við Hæstarétt og einbeyttan brotavilja.

Þvílíkar útskýringar mér verður bara óglatt.

Þetta var skammur tími sem var til stefnu og það er ákveðin óvissa sem ríkir. Ef niðurstaðan verður sú að öll erlend lán verða úrskurður ólögleg þá auðvitað leiðréttum við þau," segir Trausti Haraldsson, forstöðumaður á skrifstofu forstjóra Byrs. „Meginskýringin er sú að við höfum aldrei boðið upp á bílalán í erlendri mynt, ef við hefðum verið að veita slík lán þá hefðum við auðvitað brugðist við eins og önnur fyrirtæki."mbl.is,,

Það er akkúrat engin óvissa  Hæstiréttur hefur dæmt ÖLL GENGISTRYGGÐ LÁN ÓLÖGMÆT...

Allir viðskiptavinir Byrs með erlend lán fengu sent bréf nú í vikunni þar sem greint er frá því að ekki gefist ráðrúm til að bregðast við dómum Hæstaréttar fyrir þessi mánaðamót. Þar eru lántakendur jafnframt hvattir til að huga vel að réttindum sínum og hagsmunum áður en þeir ákveði hvort og hvernig þeir greiði afborganir af lánunum. „Vanskil verða ávallt til tjóns og hafa í för með sér aukinn kostnað og óþægindi," segir í bréfinu.

Að hugsa sér , þeir hóta viðskiptavinum sínum ef þeir ekki greiði möglunarlaust.  Segið mér eitt bloggarar hvað finnst ykkur um þessa gjörninga?

Hvað á að gera við þá sem sannanlega brjóta lögin og eru haldnir einbeittum brotavilja?


Gaman að sjá ykkur loksins bloggarar :)

Jæja þá er ég loks mætt í bloggheiminn, stefnan að kíkja hingað inn daglega og blogga um það sem mér er efst í huga hverju sinni. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband