Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Gott að vita !
16.7.2010 | 10:38
Fleira fé en fólk á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvers á jeppinn að gjalda ?
16.7.2010 | 09:55
Það vöknuðu spurningar þegar ég las þessa frétt. Ég hreinlega botna hvorki upp né niður í því af hverju lögreglan leggur hald á jeppann sem hún þó segir að sé í eigu mannsins. Fyrsta spurningin er:
1) Mega þeir taka jeppann?
2) Er jeppinn meðsekur?
3) Hvaða rugl er þetta?
Ökumaður jeppans handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
EKKI BENDA Á MIG !
15.7.2010 | 23:22
Eins og að fara til læknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúi því þegar ég sé það !
15.7.2010 | 19:41
Skoðar hvort ákæra eigi vegna myntkörfulána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
SKILDULESNING !
15.7.2010 | 11:33
Ég er svo hrifin að greinum Marinós G Njálssonar að ég birti nýjustu færslu hans hér fyrir neðan.Greinin er algjörlega hans.
Það heldur áfram sjónarspilið í kringum dóm Hæstaréttar. Menn hamast á tölunni 900 milljörðum og segja hana vera upphæðina sem dómur Hæstaréttar virkar á. Enn og einu sinni verð ég að benda á að þetta er ekki rétt tala miðað við upplýsingar sem komið hafa fram hjá Seðlabanka Íslands og bönkunum.
Samkvæmt frétt á Stöð 2 á mánudag, þá hefur Íslandsbanki viðurkennt að hafa fengið lánasöfn sín með 47% afslætti frá Glitni, Landsbankinn segir að afslátturinn hafi verið 34% og Arion banki að afslátturinn hafi verið í kringum 24%. Sé aftur horft til upplýsinga á vef Seðlabankans, þá var virði lánasafna bankanna 31.12.2009 um 35% af virði innlendra lánasafna þeirra í lok september 2008. Þar munar mestu um lækkun á virði lánasafna eignarhaldsfélaga, enda virðist sem þau hafi flest verið gervifélög til að fela raunverulega eignaraðild á bönkunum og skráðum fyrirtækjum.
En skoðum tölur Seðlabankans. Taflan fyrir neðan er unnin upp í excel-skjalinu útlán_tímaraðir.xls sem finna má á vef Seðlabankans. Eina breytingin er að ég tek tvo dálka með tölum, þ.e. desember 2009 og september 2008 og bæti við útreikning á muninum á þessum tveimur dálkum. Nýjasta útgáfa af töflunni sýnir stöðuna í lok janúar, febrúar og mars 2010.
Seðlabanki Íslands | |||
Upplýsingasvið | |||
HAGTÖLUR SEÐLABANKANS | |||
Flokkun útlána innlánsstofnana - tímaraðir | |||
Milljónir króna | des.09 | sep.08 | Mismunur |
Innlendir aðilar, alls (liðir 1-9) | 1.678.578 | 4.786.249 | 65% |
Fyrirtæki | 1.074.056 | 1.987.460 | 46% |
Eignarhaldsfélög | 208.962 | 1.609.173 | 87% |
Heimili | 476.012 | 1.032.026 | 54% |
þ.a. íbúðalán | 248.451 | 606.494 | 59% |
2 Yfirdráttarlán | 124.903 | 251.515 | 50% |
Fyrirtæki | 62.373 | 110.918 | 44% |
Eignarhaldsfélög | 9.593 | 33.979 | 72% |
Heimili | 47.269 | 78.280 | 40% |
4 Óverðtryggð skuldabréf | 226.837 | 630.305 | 64% |
Fyrirtæki | 134.746 | 150.670 | 11% |
Eignarhaldsfélög | 70.510 | 415.679 | 83% |
Heimili | 14.948 | 26.724 | 44% |
5 Verðtryggð skuldabréf | 491.687 | 973.626 | 49% |
Fyrirtæki | 163.853 | 191.832 | 15% |
Eignarhaldsfélög | 22.744 | 54.433 | 58% |
Heimili | 300.304 | 627.091 | 52% |
þ.a. íbúðalán | 207.947 | 498.941 | 58% |
6 Gengisbundin skuldabréf | 885.623 | 2.855.024 | 69% |
Fyrirtæki | 670.968 | 1.441.289 | 53% |
Eignarhaldsfélög | 102.465 | 1.057.930 | 90% |
Heimili | 105.269 | 271.950 | 61% |
þ.a. íbúðalán | 40.505 | 107.553 | 62% |
7 Eignarleigusamningar | 21.332 | 57.823 | 63% |
Fyrirtæki | 15.770 | 34.631 | 54% |
Eignarhaldsfélög | 98 | 0 | |
Heimili | 4.994 | 22.136 | 77% |
8 Gengisbundin yfirdráttarlán | 30.293 | 110.735 | 73% |
Fyrirtæki | 24.274 | 51.295 | 53% |
Eignarhaldsfélög | 2.429 | 42.345 | 94% |
Heimili | 2.891 | 5.207 | 44% |
9 Niðurfærslur | -105.649 | -105.068 | -1% |
* nýjustu tölur eru bráðabirgðatölur | |||
Heimild: Upplýsingasvið SÍ. |
Úr töflunni má lesa að virði lána fyrirtækja í árslok 2009 er 54% af því þau voru í bankakerfinu 30.9.2008, virði lána eignarhaldsfélaga er eingöngu 13% og virði lána heimilanna er 46%. Hluta af skýringunni á þessum mun má vafalaust finna í því að ekki fór öll innlend lán frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Á meðan ekki hefur verið greint frá því hve stór hluti lána heimilanna og fyrirtækja urðu eftir í gömlu bönkunum, þá er ekki hægt að segja hvað er rétt og hvað er rangt. Hitt held ég að sé ótrúlegur snúningur á staðreyndum að segja að dómur Hæstaréttar geti haft í för með sér 40-60% afskriftir á þeim 900 milljörðum sem eru skráðir í bækur bankanna sem gengistryggð lán.
Gefum okkur að afsláttar tölur bankanna þriggja séu réttar, þ.e. 47% hjá Íslandsbanka, 34% hjá Landsbankanum (segir að vísu á vefsíðu bankans að það sé afsláttur af nafnvirði en samkvæmt fréttum á Stöð 2 er afslátturinn af heildarupphæð) og 24% hjá Arion banka. Næst skulum við reikna með að afsláttur af verðtryggðum húsnæðislánum hafi verið um 8 - 12% (tölur sem birtust í Morgunblaðinu í mars). Það þýðir að önnur lán hafa verið tekin yfir á meiri afslætti og þar með nokkuð örugglega gengistryggð lán. Næst er rétt að benda á, að bankarnir hafa ekki allir fært gengishagnað til breytingar á höfuðstól lánanna eftir að þau voru tekin yfir. 900 milljarða talan er því tala sem þegar hefur, samkvæmt upplýsingum frá bönkunum sjálfum, verið færð verulega niður. Innheimtukrafan á hendur lántökum hefur verið mun hærri svo nemur allt að 8-900 milljörðum, ef ekki meira. Samkvæmt tölum Seðlabankans voru gengistryggð lán bankakerfisins (þ.e. banka og sparisjóða) skráð á 775 milljarða um síðustu áramót. Aðrar lánastofnanir hafa því verið með gengistryggð lán upp á ca. 125 milljarða til að fá 900 milljarða alls. Þessi tala, 775 milljarðar, er niðurfærð tala. Það er búið að reikna inn í hana a.m.k. 47% hjá Íslandsbanka, 34% afslátt hjá Landsbankanum og 24% afslátt hjá Arion banka. Að ætla telja fólki trú um að það þurfi að afskrifa 50-60% til viðbótar er í besta falli góður skáldskapur, en í versta falli tilraun til að blekkja þjóðina.
Ég skora á stjórnvöld og bankana að leggja spilin á borðið. Sýnið okkur með tölum í hverju samningarnir um nýju bankana fólust. Segið okkur nákvæmlega hvaða afsláttur fylgdi hverri tegund lána í samræmi við flokkun Seðlabankans. Ef menn vilja ekki gera það banka fyrir banka, þá er besta mál að taka tölurnar saman. Segið okkur hvert var virði lánasafnanna í gömlu bönkunum og hvert virði þeirra var í nýju bönkunum við yfirtöku. Segið okkur líka hvert var virði þeirra lánasafna sem urðu eftir í gömlu bönkunum, aftur í samræmi við flokkun Seðlabankans. Það er mun betra að þessar tölur komi frá opinberum aðilum á Íslandi, en að þeim verði á einhverjum tímapunkti lekið í fjölmiðla. Verði viss um að það mun gerast. Einn daginn mun koma fram "lítill bankamaður" og uppljóstra um tölur síns banka. Sannleikurinn mun finna sér leið upp á yfirborðið.
Ég tek það fram, að allir mínir útreikningar eru byggðir á opinberum tölum. Ég hef hvergi komist í leynilegar upplýsingar eða verið sagt eitthvað í trúnaði sem ég er að nýta mér. Sé villa í opinberum gögnum, þá getur það leitt til þess að ályktanir mínar séu rangar. En þar til einhver sannfærir mig um annað, þá get ég ekki annað en talið málflutning minn byggja á traustum rökum.
Íslenska fjármálakerfið í sviðsljósið á ný |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þau hljóta að segja satt að vanda !
14.7.2010 | 19:58
Jón Ásgeir og félagar tala ekki nógu góða ensku
Ekkert þeirra talar nógu góða ensku til að bera vitni fyrir dómstólum í New York. Öll hafa þau búið eða stundað nám í Bandaríkjunum (Mynd DV)
Nær allir þeir sem gefa eiðsvarinn vitnisburð í Glitnismálinu segjast ekki tala nógu góða ensku til að geta borið vitni fyrir bandarískum dómstólum. Flestir aðilanna, meðal annars Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginkona hans Ingibjörg Pálmadóttir og Lárus Welding hafa öll verið búsett í Bretlandi.
Ingibjörg hefur einnig lagt stund á nám í Parsons School of Design í New York og Þorsteinn Jónsson, eða Steini í kók eins og hann er oft kallaður, tók masters gráðu í hagfræði í Northwestern háskólanum í Illinois fylki í Bandaríkjunum.
Jón Ásgeir fór í útrás til Bretlands og var á árunum fyrir hrun mjög áberandi í bresku viðskiptalífi. Hann á, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu, íbúð í New York í Bandaríkjunum. Hann segist ekki tala nógu góða ensku til að bera vitni fyrir dómi í New York.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
En Jón Gnarr er samt bestur
14.7.2010 | 19:22
23 sóttu um starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
JÁ SÆLL. !
14.7.2010 | 19:01
Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
FOR YOUR EYES ONLY !
14.7.2010 | 16:21
Rosalega er vond lykt af þessu öllu saman. Nokkrar spurningar sem ég hef verið að velta fyrir mér en er ómögulegt að svara .
Hvernig stendur á því að forstjori Iceland hafði ekki hugmynd um þessar 202 millj. punda fyrst þegar hann var spurður um þær?
Ætli það sé lenska í bresku viðskiptalífi að safna peningum upp á milljónir punda til geymslu á reikningum sem eru merktir öðrum en fyrirtækinu sjálfu ?
Er Icelandic food svo vel statt fjárhagslega að það þurfi ekki milljónirnar sínar í veltuna?
Hvers vegna svona leyndó hjá Jóni Ásgeiri?
Ætli Jón Ásgeir hafi mútað forstjóranum fyrir framburð hans?
Er þetta allt saman PAKK upp til hópa?
Milljarðar í eigu Iceland Foods | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
HEIMA ER BEST
14.7.2010 | 09:56
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)