Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
ENDALAUS HRÆÐSLUÁRÓÐUR
8.7.2010 | 08:45
Ég þar líklega ekki að skora á ykkur bloggara að lesa þessa frétt, veit að þið eru fróðleiksfúsari en svo:) En takið eftir enn komast þessir margumtöluðu 100 milljarðar upp á borðið, þar sem ríkissjóður á að þurfa að greiða þá inn í bankana. Ég held að þeim sé að takast að rugla mig það ærlega í rýminu að ég er farin að halda að eitthvað sé að tapast af heilakökunni í mér.
Ég skil í fyrsta lagi ekki hvers vegna bankar sem eiga að vera útbólgnir af peningum geta ekki einfaldlega tekið á sig þessa "350 milljarða" án aðkomu ríkisins. Ef á að miða við eignarhluta ríkis í þessum glæpastofnunum þá hélt ég að þar væri einungis um Landsbankann að ræða, fyrir utan það að allir hafa komið fram og sagt að þetta væri skellur en ekki það mikill að hann yrði ekki staðinn af sér. Hvað með Icesave? Hver á að borga brúsann þar og fyrir hvern? Ég fæ kvíðahnút í magann og verð bara vanmáttug og sorgmædd að hugsa um allan þann sora sem á að leggja á okkur nú.
Nú þegar bankarnir eiga svona mikla peninga þá finnst mér að Alþingi ætti að setja lög um að fá endurgreidda 200 milljarðana sem ríkissjóður fleygði þangað inn þegar þessi svo kallaða endurreisn bankanna fór fram, ríkissjóður gæti þá hent aftur þessum 100 milljörðum inn í bankana svona bara fyrir Gylfa og ættum þá 100 eftir upp í Icesave fyrir Björgúlfana. Neeeeee það á bara að hóta okkur enn frekari skattpíningu og skerðingu á almennri þjónustu og ef að Hæstiréttur dæmir nú ekki eins og AGS vill og stjornvöld hafa ekki dug til að mótmæla já vá þá eigum við sko eftir að fá það óþvegið. Ég get svo svarið það að Castro hefði ekki getað gert þetta betur, að halda því fram að hér sitji velferðarstjórn við völd er sorglegt sjónarmið. Við nálgumst það hægt en örugglega að geta fyrir rest sett okkur á bekk með kúguðum þjóðum þar sem mannréttindi eru fótum troðin eins og Norður Kórea, Kúba, Kína og Rússland svo dæmi séu tekin, ætla nú ekki alveg að skella okkur í arabaheiminn strax eða til Indlands þar sem daglegt brauð er að hella bensíni yfir eiginkonuna og kveikja í henni.
350 milljarða tilfærsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
MÓTMÆLADAGURINN MIKLI !!!
7.7.2010 | 10:14
Gefum okkur að við gætum í sameiningu komið á laggirnar mótmælum þar sem safnast myndu saman niðri í bæ álíka margir og á Menningarnótt. Mótmæli eru jú eina vopnið sem við höfum utan þess að ganga í kjörklefann fjórða hvert ár ( ja svona miðað við eðlilegt árferði ) ef við viljum losa okkur við óhæfa stjórnendur.
Skjaldborgarblaður Samfylkingarinnar er löngu útdautt en við getum slegið SKJALDBORG UM RÉTTARÍKIÐ ÍSLAND ef við snúum bökum saman.
Komið með í að skipuleggja öflugustu og stærstu mótmæli íslandssögunnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjög góður pistill sem vert er að lesa.
7.7.2010 | 09:39
Þessi pistill hér að neðan er skrifaður af Jóni Magnússyni Hæstréttarlögmanni. Mér finnst hann bæði faglegur og skír og sannarlega þess virði að birta hann hér á síðunni minni. Hann segir allt sem segja þarf um það lögleysisástand sem nú ríkir í landinu okkar.
Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins boðuðu til blaðamannafundar í síðustu viku til að birta tilkynningu um það með hvaða löglausa hætti fjármálastofnanir ættu að innheimta ólögmæt gengislán. Úr hugarfylgsnum sínum tíndu þessir boðberar viðskiptaráðherra og ríkisstjórnarinnar hugmyndir um greiðslur neytenda af ólögmætum gengislánum.
Ekki væri gagnrýnisvert ef þessir sendiboðar ríkisstjórnarinnar færu að lögum og reglum í landinu en það gera þeir ekki. Þeir búa til viðmiðanir sem styðjast ekki við neitt annað en þeirra eigin hugarfóstur og fer raunar gegn leikreglum á lánamarkaði eins og sakir standa.
Talsmaður neytenda reynir þá að bæta aðeins úr og tínir annað hugarfóstur upp úr kolli sínum sem að vísu er hagstæðara lántakendum en er sama marki brennd og tilkynning tvíeykisins í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu að hún hefur enga lagalega skírskotun eða viðmiðun.
Staðreynd málsins er einföld. Lán í íslenskum krónum bundin gengisviðmiðun erlendra gjaldmiðla eru óheimil. Höfuðstóll lánanna er krónutalan sem tilgreind er á lánasamningnum að frádregnum innborgunum. Lánasamningurinn stendur að öðru leyti þar á meðal ákvæði um vexti. Þess vegna eiga fjármálastofnanir að gefa út greiðsluseðla í samræmi við dóm Hæstaréttar á grundvelli lánasamningsins þ.e. þeirra vaxta sem þar eru tilgreindir.
Lánasamningum gengisbundinna lána í íslenskum krónum hefur ekki verið vikið til hliðar nema hvað varðar ólögmætar breytingar á höfuðstól. Þess vegna er óskiljanlegt að aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og viðskiptaráðherra skuli mæla fyrir ólögmætum aðgerðum fjármálastofnana gagnvart skuldurum.
Hvað skyldu talsmenn norrænu velferðarstjórnarinnar þau Steingrímur og Jóhanna segja um þetta?
Stýrir Jóhanna núna velferðarstjórn fjármálafyrirtækjanna og erlendra kröfuhafa á kostnað fólksins í landinu?
Það er athyglivert að þau Steingrímur og Jóhanna eru horfin úr umræðunni. En þau geta leyft sér það meðan kjölturakkar þeirra undir stjórn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra boða löglausar aðgerðir fjármálafyrirtækja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miða ! Biðja um læknisvottorð ! SKJÓTA !
6.7.2010 | 10:22
Lést eftir að hafa verið skotinn með rafmagnsbyssu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HVAR ER SKJALDBORGIN ?
5.7.2010 | 18:58
VIÐ MUNUM SLÁ SKJALDBORG UM HEIMILIN Í LANDINU. Þessi frasi kom núverandi ríkisstjórn til valda. Sér er nú hver andsk. SKJALDBORGIN.
Mér finnst kominn tími til að við hættum að láta henda endalausu ryki í augun á okkur, hættum að vera rollur reknar í rétt eftir behag stjórnvalda. Dettur einhv. í hug að stjórnin standi ekki á bak við þessa gjörninga Seðlabankans og FMS.
Áfram nýtt Ísland. Við þurfum að losna við þetta lið eins og það leggur sig. Við viljum varðhunda fjámálakerfisins eins og þeir haga sér burt.
Við þurfum alvöru byltingu. Við viljum refsingu þeim til handa
sem visvitandi hafa notað sérfræðiþekkingu sína til að hafa okkur að fíflum.
Varðhundar fjármálakerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)